Skip to main content
Frétt

Glötuð tækifæri í æsku verða ekki bætt síðar.

By 13. janúar 2010No Comments
Greinargerð grunnþjónustuhóps Velferðarvaktarinnar hefur nú verið birt á heimasíðu Félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

Í inngangi greinargerðarinnar leggur grunnþjónustuhópurinn áherslu á að stjórnvöld hlífi börnum og barnafjölskyldum við niðurskurði og minnir á að glötuð tækifæri í æsku verða ekki bætt síða á lífsleiðinni.

Í greinargerðinni er einnig fjallað um viðkvæma hópa notenda og félagslegar afleiðingar niðurskurðar og fjallað um þróun velferðaþjónustunnar á tilteknum sviðum undanfarin misseri.

Fulltrúi ÖBÍ í grunnþjónustuhópnum er Sigríður Hanna Ingólfsdóttir.

Skýrslan í heild (opnast í nýjum glugga á heimsíðu Félags- og tryggingamálaráðuneytisins)