Skip to main content
Frétt

Góðar merkingar gera gæfumuninn.

By 7. mars 2012No Comments

Ósjáanleg P-stæði í vetrartíð.

Mikið hefur borist af athugasemdum til ferlimálafulltrúa ÖBÍ vegna þess að lagt er ólöglega í sérmerkt stæði fyrir fatlað fólk, fyrir framan stofnanir og fyrirtæki. Skýringin er oftast nær sú að mikið hefur snjóað í vetur og stæðin yfirleitt ekki nægilega vel merkt. Blámáluðu stæðin hverfa undir snjóinn og engin skilti eru sjáanleg. Hafa margir lent í töluverðum vandræðum vegna þessa í vetur. Í slæmri færð getur það skipt höfuðmáli fyrir þá sem erfitt eiga með gang að fá gott stæði nærri fyrirtæki eða verslun. ÖBÍ hvetur rekstraraðila til þess að huga vel að merkingum stæðanna.

Stæðiskort eða svokölluð P-merki veita viðkomandi einstakling heimild til þess að leggja ökutæki hvar sem er á landinu í bifreiðarstæði sem sérstaklega eru ætluð fyrir fatlaða og auðkennd með þar til gerðu umferðarmerki. 


Íbúar á höfuðborgarsvæðinu, að undanskildum þeim sem búsettir eru í Hafnarfirði, sækja um stæðiskort (P-merki) fyrir fatlaða hjá sýslumanninum í Kópavogi. Utan höfuðborgarsvæðisins er sótt um stæðiskort hjá sýslumanni eða lögreglustjóra viðkomandi umdæmis.