Skip to main content
Frétt

Góður árangur af náms- og starfendurhæfingu Hringsjár

By 29. maí 2008No Comments
Átta nemendur útskrifuðust frá náms- og starfsendurhæfingu Hringsjár 20. maí sl. og eru allir skráðir í framhaldsnám í almennum skólum, eða hafa tryggt sér atvinnu á almennum markaði.

Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing ætluð fullorðnum einstaklingum, 18 ára og eldri, sem hafa orðið fyrir slysi, veikindum eða öðrum áföllum og þurfa að endurmeta og styrkja stöðu sína til þátttöku á atvinnumarkaði eða til frekara náms. Hringsjá hefur verið starfrækt frá árinu 1987 og er reking á grundvelli laga um málefni fatlaðra í samvinnu Öryrkjabandalags Íslands og Félagsmálaráðuneytis.

Starfssemi Hringsjár er þríþætt:
  • Náms- og starfsendurhæfing, fullt nám í þrjár annir
  • Styttri námskeið
  • Ráðgjafar- og stuðningsþjónusta

Segja má að Hringsjá sé frumkvöðull á sviði nútíma náms- og starfsendurhæfingar. Nýverið fór fram rannsókn á árangri af náms og starfsendurhæfingu meðal fyrrverandi nemenda Hringsjár. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að 75% þeirra sem lokið hafa a.m.k. 2 önnum hjá Hringsjá eru í vinnu eða námi eftir útskrift sína hjá Hringsjá.

Hringsjá útskriftarhópur mai 2008

Meðal þeirra þátta sem fyrrum nemendur Hringsjár telja að námið hafi skilað sér er vinna, nám, aukin samfélagsleg þátttaka, betri heilsa, aukin lífsgæði og 92% telja að námið hafi skilað sér auknu sjálfstrausti.  Það var Guðrún Hannesdóttir sem framkvæmdi rannsóknina, og niðurstöður hennar má m.a. nálgast hjá Hringsjá. 

Frá upphafi hafa alls 354 nemendur verið útskrifaður eftir fullt nám, en mun fleiri hafa lokið námskeiðum eða hluta af námi.  Hringsjá náms- og starfsendurhæfing er staðsett í Hátúni 10d, 105 Reykjavík.