Skip to main content
Frétt

Góður vilji dugar skammt!

By 30. júní 2006No Comments
Danska Öryrkjabandalagið (DSI) hefur farið fram á það við stjórnvöld að sett verði sérstök löggjöf um réttarstöðu fatlaðra sem felur í sér bann við mismunun gagnvart fötluðum.

Fram til þessa hefur verið treyst á að réttarstaða fatlaðra verði tryggð í anda hugmyndafræði um “góðan vilja”. Sú hugmyndafræði felur m.a. í sér að loforð stjórnmálamanna um að allar pólitískar ákvarðanir sem teknar eru í öllum geirum stjórnsýslunnar tryggi réttarstöðu fatlaðra og komi í veg fyrir mismunun gagnvart þeim.

Nú þykir einsýnt að sá vilji sé meiri í orði en á borði og að réttindi fatlaðra verði ekki tryggð nema með sérstakri löggjöf sem banni mismunun.
Danska öryrkjabandalagið gerir því þá kröfu að lög verði sett sem banna mismunun gagnvart fötluðum. Þar er horft til laga um bann við mismunun vegna kynferðis, þjóðernis, kynþáttar o.fl. sem nú eru til staðar. Um grunnmannréttindi sé að ræða. Einnig er kallað eftir að þar verði tilgreindar kæruleiðir og viðurlög við brotum á þeim.

Nánar á heimasíðu danska öryrkjabandalagsins í DSI-nyhedsbrev