Skip to main content
Frétt

Gott aðgengi-Access Iceland

By 8. desember 2010No Comments

Ný heimasíða, upplýsinga- og þjónustuvefur um aðgengi var opnuð 3. desember sl.

Fyrirtækið Aðgengi ehf hefur nýlega gert samstarfssamning við danska félagið Tilgængelighed for alle (FTA) sem rekur Merkjakerfið og leitarvélina http://www.godadgang.dk

Aðgengi hefur byggt upp og opnað heimasíðuna Gott aðgengi-Access Iceland, sem er upplýsinga- og þjónustuvefur þar sem auðvelt verður að leita sér upplýsinga um hvar aðgengilega staði er að finna. Byggt er á merkjakerfi sem er skipt í 7 flokka, vottun er veitt á mannvirkjum, innan- og utnadyra, náttúruperlum, þjónustu.  Merkin standa fyrir:

  • Hjólastólanotendur
  • Göngu- og handskerta
  • Blinda og sjónskerta
  • Heyrnaskerta
  • Astma og ofnæmi
  • Þroskahömlun
  • Lestrarörðugleika

Merkjakerfið gengur út á að búið er að greina fatlanir/skerðingar í 7 flokka og hver flokkur á sitt merki. Til að starfsemi geti fengið merki þarf staðurinn að uppfylla lágmarkskröfur sem aðildarfélög fatlaðra á Íslandi hafa samþykkt. Til að forðast allan misskilning þá er ekki verið að meta aðgengi eftir gildandi byggingarreglugerð heldur aðeins hvort hægt sé að komast um og nýta aðstöðuna. Til dæmis uppfylli staðurinn lágmarkskröfur fyrir hjólastólaaðgengi fær hann merki fyrir þann flokk. Staðirnir geta fengið frá 1 merki upp í 7 allt eftir því í hvaða fötlunarflokkum aðgengiskröfunum er náð. Aðgangsmerkjakerfið er vottað gæðakerfi.

Auðveldar m.a. ferðir fatlaðra um landið.

Gott aðgengi vinnur að því að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að nýta sér það flokkunarkerfi sem hér er verið að virkja. Leitarvélin er mjög öflug en innsetning efnis á síðuna er rétt að hefjast en á næstu mánuðum mun verða auðvelt fyrir fólk að skipuleggja fundi, ráðstefnur, ferðalög þannig að aðgengilegt verði öllum. Á heimasíðu þeirra er skorað á alla að aðstoða vð að benda á staði sem gott væri að fá inn í heimasíðuna. Ábendingar má senda á netfangið adgengi@adgengi.is

Af hverju ferlihönnun og úttektir

Mannréttindamál eru í brennidepil allsstaðar í hinum vestræna heimi. Aðgengi allra að mannvirkjum sem ætluð eru til almenningsnota, húsnæði, verslanir og þjónustufyrirtæki, verður að vera fullnægjandi. Auk þess ættu allir vinnustaðir að vera aðgengilegir öllum svo fulls jafnréttis sé gætt. Kunnátta og vitneskja um þessi málefni er ekki sjálfgefin. Því er mikilvægt að til sé fyrirtæki eins og Aðgengi ehf, sem getur leiðbeint við byggingu nýrra mannvirkja, tekið út og greint eldra húsnæði með tilliti til allra. Þessa þjónustu býður Aðgengi ehf upp á.