Skip to main content
Frétt

Græna umslagið berst í vikunni frá TR til lífeyrisþega.

By 18. janúar 2010No Comments
Lífeyrisþegum berst á næstu dögum græna umslagið, í pósti frá Tryggingastofnun. Græna umslagið inniheldur greiðsluáætlun 2010, tekjuáætlun fyrir árið 2010 og kröfuyfirlit ef við á.

Í græna umslaginu er greiðsluáætlun fyrir árið 2010 sem sýnir lífeyrisgreiðslur sundurliðaðar eftir greiðslutegundum og mánuðum ásamt tillögu að tekjuáætlun fyrir árið 2010 og kröfuyfirlit ef við á. Bent er á að Tryggingastofnun sé hætt að senda út mánaðarlega greiðsluseðla og eru lífeyrisþegar því hvattir til að geyma þessi gögn. Hægt er þó að leita til TR og fá send yfirlit hafi einstaklingur ekki aðgengi að tölvu. Hafa þarf samband við þjónustuver TR vegna slíks.

50 þúsund lífeyrisþegar fá Græna umslagið, borið verður út í þremur áföngum

Græna umslagið er sent til rúmlega 50 þúsund lífeyrisþega og verður borið út í þremur áföngum til að jafna álag í þjónustu. Fyrsti áfanginn verður borinn út í Reykjavík í dag, föstudaginn 15. janúar. Næsti áfangi fer á mánudaginn í póstnúmer utan Reykjavíkur. Þriðji áfanginn verður borinn út á miðvikudag 20. janúar.

Öll bréfin eru aðgengileg á þjónustuvefnum www.tryggur.is og er einfalt og þægilegt að nálgast þau þar.