Skip to main content
Frétt

Græna umslagið fer bara til sumra.

By 28. janúar 2013No Comments

Þeir sem teljast virkir á Mínum síðum, fá ekkert grænt umslag nem óskað sé eftir því. Nú er hægt að skoða greiðsluáætlun 2013 hjá Tryggingastofnun ríkisins inn á Mínum síðum.

Á næstu dögum berst sumum lífeyrisþegum græna umslagið í pósti frá Tryggingastofnun ríkisins. Hinsvegar hefur verið gerð breyting á að senda græna umslagið ekki til þeirra sem teljast „virkir“ notendur á Mínar síður. Það að vera virkur á Mínum síðum telst ef einstaklingur hefur farið inn á síðuna að lágmarki tvisvar (2) sinnum á síðast liðnu ári.

Þessir aðilar geta þó óskað þess að fá græna umsalgið sent heim með því að hafa samband við þjónustumiðstöð eða umboð Tryggingastofnunar um land allt.

Í græna umslaginu eða á, Mínum síðum, er áætlun fyrir árið 2013 sem sýnir lífeyrisgreiðslur sundurliðaðar eftir greiðslutegundum og mánuðum ásamt tillögu að tekjuáætlun fyrir árið 2013 og kröfuyfirliti ef við á. Nánari upplýsingar varðandi greiðsluáætlunina og Græna umslagið má finna á heimasíðu TR.