Skip to main content
Frétt

Greiðsludreifing, endurgreiðslur umtalsverðs kostnaðar og umönnunarbætur

By 29. apríl 2013No Comments
Upplýsingar á heimasíðu Velferðarráðuneytisins um nokkur úrræði sem geta nýst vegna útgjalda þegar nýtt greiðsluþátttökukerfi tekur gildi  4. maí næstkomandi.
Í frétt ráðuneytisins segir meðal annars að: 
„Greiðsluþátttökukerfi lyfja byggist á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver einstaklingur greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils. Fari kostnaðurinn yfir tiltekið hámark á tímabilinu á fólk rétt á lyfjaskírteini og fær lyfin þá sér að kostnaðarlausu.“
 
Endurgreiðslur og umönnunarbætur
Þar er einnig fjallað um endurgreiðslur vegna umtalsverðs heilbrigðiskostnaðar, en viðmiðunartekjur hafa verið hækkaðar allnokkuð svo fleiri eiga nú kost á að fá endurgreiðslu vegna þessa hjá Tryggingastofnun ríkisins.

Ummönnunarbætur eru greiddar foreldrum þegar umönnun barna er krefjandi og kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu íþyngjandi. Þá er jafnframt bent á að foreldrar sykursjúkra barna að 18 ára aldri fá í gildandi kerfi greiddar 34.053 krónur á mánuði í umönnunarbætur frá Tryggingastofnun ríkisins.

 
Greiðsludreifing og samspil lyfja og hjálpartækja
Vísað er til nýs rammasamnings sem Sjúkratryggingar Íslands hafa boðið lyfsölum aðild að, samningi um dreifingu lyfjakostnaðar vegna greiðsluerfiðleika. Samkvæmt honum munu einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með að greiða lyf vegna lágra tekna eða óvænts lyfjakostnaðar geta dreift greiðslum. Sjá nánar á vef Sjúkratrygginga Íslands.

Þá hefur Velferðarráðherra óskað eftir því að Sjúkratryggingar Íslands skoði hvort einhverjir hópar fullorðinna muni verða fyrir óhæfilegri kostnaðaraukningu í nýja greiðsluþátttökukerfinu vegna samspils lyfja og hjálpartækja, bregðast megi við slíkum aðstæðum.