Skip to main content
Frétt

Greiðslur úr séreignalífeyrissjóðum skerða ekki atvinnuleysisbætur og húsaleigubætur

By 18. júní 2010No Comments
Sækja þarf um endurgreiðslu skertra atvinnuleysisbóta fyrir 1. september 2010 nk.

Alþingi hefur samþykkt frumvarpi félags- og tryggingamálaráðherra til breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um húsaleigubætur. Hætt verður að skerða atvinnuleysisbætur og húsaleigubætur vegna tekna (greiðslna) úr séreignarlífeyrissjóðum.

Réttur á endurgreiðslu – sækja þarf um fyrir 1. september 2010!

Þeir sem hafa fengið skertar atvinnuleysisbætur vegna séreignalífeyrisgreiðslna eftir 1. mars 2009 eiga rétt á endurgreiðslu sem nemur skerðingunni. Sækja þarf um endurgreiðslu til Atvinnuleysistryggingasjóðs fyrir 1. september 2010.

Gilditími ákvæðis um hlutfallslegar atvinnuleysisbætur framlendur til 31. desember nk.

Með breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar hefur verið framlengdur gildistími bráðabirgðaákvæðis um greiðslu hlutfallslegra atvinnuleysisbóta þegar starfshlutfall fólks hefur verið skert vegna erfiðra aðstæðna á vinnumarkaði. Gildistími ákvæðisins er nú til 31. desember 2010.

Sjá lokaafgreiðslu á vef Alþingis. (opnast í nýjum vafra)