Skip to main content
Frétt

Greiðsluseðlar TR hætta að berast lífeyrisþegum.

By 13. janúar 2009No Comments
Fjöldi lífeyrisþega hefur kvartað til ÖBÍ yfir að greiðsluseðlar Tryggingarstofnunar ríkisins hafi ekki borist þeim við fyrstu útborgun örorkulífeyris þessa árs. Þegar skýringa var leitað hjá TR kom í ljós að í sparnaðarskyni er hætt að senda slíka seðla út og vísað á Trygg, rafræna þjónustu TR. Þykir þeim sem kvörtuðu að sér vegið þar sem þeir hafi ekki aðgang að tölvu, eða ekki heimangegnt í aðgang að tölvu, einnig að um einhliða aðgerð sé að ræða. 

ÖBÍ gerði athugasemdir til TR vegna þessa. Nú hefur ÖBÍ verið tilkynnt af TR að í stað mánaðarlegra greiðsluseðla verði send út greiðsluáætlun, um miðjan janúar, sem sýnir sundurliðaðar greiðslur eins og þær mun verða í hverjum mánuði árið 2009.

Greiðsluáætlunina er hægt að bera við þær greiðslur sem berast inn á bankareikning viðkomandi. Ef innborgun á bankareikning er ekki sama upphæð og fram kemur á greiðsluáætlun þarf að hafa samband við TR og kanna hvað veldur.

Ef ný tekjuáætlun er gerð vegna breytinga á  t.d. launa-, fjármagns- eða lífeyristekjum, sendir TR nýja greiðsluáætlun sem gildir þá fyrir þá mánuði sem eftir eru af árinu. Einnig er hægt að kalla oftar eftir greiðsluáætlun ef óskað er hjá þjónsutveri TR í s. 560-4400.