Skip to main content
Frétt

Greiðsluþátttaka í lyfjakostnaði verður …?

By 18. ágúst 2011No Comments

Í umsögn ÖBÍ sem send hefur verði nefndasvið Alþingis, kemur fram að lagabreyting sú sem lögð er til er gerólík þeim hugmyndum sem kynntar höfðu verði bandalaginu. 

Fram kemur í umsögninn að;

„Lagafrumvarpið sem hér er til umsagnar er mjög opið og óskýrt og gefur mikið svigrúm fyrir ákvörðunarvald ráðherra. Það er einungis ein lagagrein en með því fylgir drög að reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum.“

„Reglugerðir eru settar með stoð í ákveðnar lagagreinar og mega aldrei ganga lengra en lög segja til um. Lagagrein frumvarpsins gefur stjórnvöldum svigrúm til að breyta reglugerðinni, án þess að málið fari í ákveðið umsagnarferli og með skömmum fyrirvara.“ 

„Það sem veldur vonbrigðum er að á sama tíma er ætlunin að fella inn í greiðsluþátttökukerfið lyfjaflokka (*merkt lyf og S-merkt lyf), sem sjúkratryggðir hafa hingað til ekki þurft að greiða, sem mun hækka lyfjakostnað hjá fjölda manns. Vissulega er bót í máli að sérstakt viðmið megi vera fyrir elli- og örorkulífeyrisþega, börn og atvinnulausa, en lagagreinin tryggir þó ekki að svo verði, þar sem aðeins er um heimildarákvæði að ræða.“

„Fjölmargir einstaklingar munu greiða mun meira en áður fyrir lyfin sín til að fjármagna breytingu á kerfinu og aukna niðurgreiðslu hjá öðrum sjúkratryggðum. Breytingin ætti að koma sér vel fyrir þá sem eru með verulegan lyfjakostnað, en í núverandi fyrirkomulagi  er ekkert þak á því hversu hár lyfja-kostnaður einstaklings getur orðið. Í greiðsluþátttökukerfinu sem kynnt er í frumvarpinu er heldur ekki gert ráð fyrir þaki á lyfjakostnað hjá sjúkratryggðum og því er óljóst hvernig útkoman verður. Þó er gert ráð fyrir heimildarákvæði um að sjúkratryggðir geti fengið lyfjaskírteini, en ekki kemur fram hvaða reglur munu gilda hvað þar um (sjá nánar undir umfjöllun um grein 9.)“

Sjá umsögnina í heild sinni.