Skip to main content
Frétt

Greiningatól talnaefnis hjá TR

By 3. maí 2012No Comments

Á vef Tryggingastofnunar ríkisins (TR) er komið greiningartól talnaefnis sem var þróað í samráði við Hagstofuna. Greiningartólið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga að greina tölur um lífeyri og bótaflokka Tryggingastofnunar. Þar er mögulegt  að fletta upp því tímabili og bótaflokki sem viðkomandi hefur áhuga á að skoða. 

Í fyrstu lotu eru þar tvær töflur:
  • yfir þá sem hafa 75% örorku- og endurhæfingarmat 
  • yfir lífeyrisþega eftir landshlutum, kyni og bótaflokki sem hægt er að fletta í eftir árum og landshlutum

Fleiri töflur eru væntanlegar og verða þær uppfærðar reglulega svo alltaf verði hægt að nálgast nýjustu upplýsingarnar. Sjá nánar á heimasíðu Tryggingastofnunar, tr.is