Skip to main content
Frétt

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir forstöðumaður

By 19. mars 2012No Comments
Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar sem opna mun 8. júní næstkomandi.

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýrrar Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar. Miðstöðinni er Guðbjörg Kristín Eiríksdóttirætlað að vera hlutlaus upplýsingaveita fyrir hreyfihamlað fólk m.a. um aðgengi, gagnlegar lausnir í hversdagslífinu og réttindi. Fræðslustarfsemi í formi námskeiða og jafningjafræðslu verður mikilvægur þáttur í starfseminni ásamt öflugri heimasíðu. Aðsetur Þekkingarmiðstöðvarinnar verður að Hátúni 12, Reykjavík en jafnframt verður lögð áhersla á að ná til hreyfihamlaðs fólks um land allt. Fyrirhugað er að opna miðstöðina þann 8. júní 2012.

Guðbjörg Kristín hefur um árabil verið virk í félagsmálum innan Sjálfsbjargar sem og Öryrkjabandalags Íslands og er því vel kunnug málefnum hreyfihamlaðs fólks. Frá því í nóvember 2011 hefur hún stýrt hópi starfsmanna sem hefur safnað gagnlegum upplýsingum fyrir heimasíðu Þekkingarmiðstöðvarinnar.

Guðbjörg Kristín hefur lokið BA prófi í þýsku og kennsluréttindanámi frá Háskóla Íslands. Einnig stundaði hún framhaldsnám við háskólann í Bielefeld í Þýskalandi. Guðbjörg Kristín er gift Dirk Lubker, rekstrarhagfræðingi og eiga þau einn son.