Skip to main content
Frétt

Guðmundur Magnússon endurkjörinn formaður ÖBÍ

By 22. október 2011No Comments

Á aðalfundi ÖBÍ sem var haldinn á Grand Hóteli Reykjavík í dag, 22. október 2011.

Guðmundur Magnússon var endurkjörinn formaður bandalagsins til tveggja ára, á aðalfundi bandalagsins.

Grétar Pétur Geirsson var endurkjörinn gjaldkeri ÖBÍ til tveggja ára. 

Kosning var um 2 meðstjórnendur til tveggja ára, þar sem þau Sigríður Jóhannsdóttir og Sigurður Þór Sigurðsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi starfa. Fjórir gáfu kost á sér til þessara embætta. Ellen Calmon  frá ADHD samtökunum og Klara Geirsdóttir frá Félagi CP á Íslandi og fengu yfirburðar kosningu.

Þrír varamenn til eins árs voru kjörnir þau Jórunn Sörensen frá Félagi nýrnasjúkra, Guðmundur S. Johnsen frá Félagi lesblindra og Frímann Sigurnýasson frá SÍBS sem náði endurkjöri. Alls buðu fimm einstaklingar sig fram í varamannskjör.

Í 5 manna kjörnefnd gaf Guðný Guðnadóttir ekki kost á sér til áframhaldandi starfa og Guðjón Sigurðsson hafði sagt sig áður úr kjörnefnd. Þrír fulltrúa í nefndinni gáfu kost á sér til endurkjörs, þau Gísli Helgason, Sigurður Rúnar Sigursjónsson og Sigurbjörg Ármannsdóttir. Ný í kjörnefnd eru Dagný Erna Lárusdóttir frá SÍBS og Jón Þorkelsson frá Stómasamtökunum.

Í 5 manna laganefnd höfðu 2 nefndarmenn sagt sig úr nefndinni og að auki gaf Sigríður Jóhannsdóttir ekki kost á sér til endurkjörs. Tvei fulltrúar gáfu kost á sér til endurkjörs þeir Guðmundu S. Johnsen, Félagi lesblindra og Björn Hallgrímsson frá SÍBS. Nýir í laganefnd eru Gísli Helgason frá Blindarvinafélagi Íslands, Örn Ólafsson frá Félagi CP á Íslandi og Guðbjörn Jónsson frá Parkinsonsamtökunum.

Tvær ályktanir voru samþykktar á fundinum.