Skip to main content
Frétt

Guðmundur Magnússon nýr varaformaður ÖBÍ

By 9. október 2008No Comments
Á aðalfundi ÖBÍ laugardaginn 4. október var meðal annarra kjörinn nýr varaformaður.

Samkvæmt lögum ÖBÍ er kosið í stöðu varaformanns, ritara, eins meðstjórnanda og þriggja varamanna þetta árið. Emil Thóroddsen sem verið hefur varaformaður ÖBÍ í 8 ár og tekið við formennsku í tvígang á sínum varaformannstíma, gaf ekki kost á sér í það embætti að nýju.

Kjör varaformanns og ritara.

Af kjörnefnd var lagt til að Guðmundur Magnússon frá SEM-samtökunum sem verið hefur ritari framkvæmdastjórnar yrði nýr varaformaður. Einnig lagði kjörnefnd til að Valgerður Ósk Auðunsdóttir frá SPOEX sem verið hefur meðstjórnandi yrði nýr ritari framkæmdastjórnar. Samþykkt af fundarfulltrúum.

Kjör gjaldkera.

Afbrigða var leitað til að kjósa nýjan gjaldkera til eins árs í stað tveggja ára í stað Halldórs Sævars Guðbergssonar sem tók við formennsku í febrúar. Kjörnefnd lagði til að Hjördís Anna Haraldsdóttir, Félagi heyrnarlausra yrði gjaldkeri til eins árs. Samþykkt samhljóða.

Kosning um einn meðstjórnanda og þrjá varamenn.

Þar sem fleiri tillögur voru um meðstjórnendur en kjörnefnd lagði til og fjórir voru tilnefndir til kjörs þriggja varamanna kom til kosninga.

Meðstjórnandi var kjörinn Emil Thóroddsen, Gigtafélagi Íslands. Þrír varamenn voru kjörnir þau: Grétar Pétur Geirsson, Sjálfsbjörg lsf., Kristí Sæunnar- og Sigurðardóttir, Félagi nýrnasjúkra, og Guðrún Pétursdóttir, Umsjónarfélagi einhverfra.