Skip to main content
Frétt

Hækkun örorkubóta 2014 er 3,6%

By 6. janúar 2014No Comments

TR mun greiða leiðréttingu vegna hækkunarinnar þann 17. janúar

Breytingarnar á fjárhæðum bóta almannatrygginga sem gilda frá 1. janúar 2014 eru eftirtaldar:

Bætur almannatrygginga hækka um 3,6 %. Þar eru meðtaldar lífeyrisgreiðslur og greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar (s.s. umönnunargreiðslur, mæðra- og feðralaun, dánarbætur og heimilisuppbót). Einnig hækka greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna og lifandi líffæragjafa til timabundinnar fjárhagsaðstoðar.

Frítekjumörk fyrir örorkulífeyrisþega haldast óbreytt. Það á við um atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur.

Áhrif tekna á tekjutryggingu elli- og örorkulífeyrisþega verður 38,35% í stað 45%. Jafnframt dregur úr áhrifum tekna á heimilisuppbót.

Efri tekjumörk fyrir sérstaka uppbót til framfærslu, svo kölluð lágmarksframfærslutrygging, hækkar úr 210.922 kr. og verður 218.515 kr., fyrir einstakling sem býr einn og fær heimilisuppbót, en úr 181.769 kr. í 188.313 kr. fyrir þá sem ekki fá greidda heimilisuppbót.

Orlofsuppbót verður 20% og desemberuppbót 30% af tekjutryggingu og heimilisuppbót. Hvorutveggja er óbreytt frá því sem áður var.

Leiðréttingar vegna hækkana verða greiddar út 17. janúar samkvæmt því sem fram kemur á forsíðu heimasíðu TR.