Skip to main content
Frétt

Hækkun um 5,32% á gjaldskrám í heilbrigðisþjónustu.

By 4. janúar 2012No Comments

Frá 1. janúar 2012 tóku eftirfarandi breytingar gildi.

Hækkun á heilbrigðisþjónustu að jafnaði um 5,32%, þar með talið hjá sérgreinalæknum, sjálfstætt starfandi, sem og greiðsluþátttaka í lyfjakostnaði.

Komugjöld á heilsugæslu og vitjanir heilsugæslulækna munu þó verða óbreytt. Börn að 18 ára aldri mun ekki greiða neitt fyrir koma á heilsgæslustöð.

Hámarksviðmið á afsláttakortum hækkar, örorku- og ellilífeyrisþegar fá nú afsláttarkort við kr. 7.400 og öll börn í sömu fjölskyldu við kr. 8.900.

Sjúkra-, iðju-, og talþjálfun hækkar um 3% fyrir fyrstu 30 skiptin hjá þjálfara. Kostnaður vegna meðferðar sem samþykki hefur verið veitt fyrir umfram 30 skipti hækkar ekki frá því sem nú er.

Sjúkraflutningar hækkar um 7,2%, úr 5.130 kr. í 5.500 kr. Þurfi sjúkratryggður sem liggur á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun á sjúkraflutningi að halda greiðir þó viðkomandi stofnun fyrir flutninginn.

Nánar um breytingarnar og reglugerðir þeim tengdum á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands.