Skip to main content
Frétt

Hækkun um 5,9% í stað 90,4%

By 21. maí 2015No Comments

Svör heilbrigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar hafa borist við fyrirspurnum Steinunnar Þóru Árnadóttur, VG, um endurgreiðslu til örorkulífeyrisþega vegna tannlækninga og um lyf og greiðsluþátttöku.

Steinunn Þóra Árnadóttir, Vinstir grænum, hefur nú borist svar við tveimur fyrirspurnum  til heilbrigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar. Annarsvegar um endurgreiðslu til örorkulífeyrisþega vegna tannlækninga og hinsvegar um lyf og greiðsluþátttöku.

Hækkun um 5,9% í stað 90,4%

Í svari ráðherra segir meðal annars um endurgreiðslur vegna tannlækninga örokulífeyrisþega að viðmiðunargjaldskrá Sjúkratrygginga hafi frá janúar 2003 hækkað um 5,9% en hefði þurft að hækka um 90,4% miðað við hækkun verðlags samkvæmt vísitölu neysluverðs. Sjá nánar svar ráðherra á Alþingisvefnum.

Engar breytingar á greiðsluþáttökukerfi í ár

Í svari ráðherra við fyrirspurnum Steinunnar Þóru um greiðsluþátttöku lyfja, hjálpartækja við lyfjainntöku vísar hann til reglugerða sem nú eru í gildi um umsókn lyfjaskírteinis ef um til dæmis endurteknar sýkingar eða langtímameðferð er að ræða. Einnig bendir hanna á lækkun sem gerð var um áramótin á lágmarksþaki lyfjakostnaðar. Loks kemur fram í svari hans að ekki verði um aðrar breytingar að ræða það sem eftir lifi árs.
Sjá svar ráðherra heild.