Skip to main content
Frétt

Hærri persónuafsláttur og hærri skattaprósenta.

By 9. janúar 2009No Comments
Árið 2009 veður persónuafsláttur kr. 42.205 á mánuði en á móti kemur að skattaprósentan hækkar í 37,2%. Persónuafsláttur hækkar töluvert, í samræmi við hækkandi verðlag, en einnig er 2.000 kr. viðbótarleiðréttingu bætt við í  samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar þar um. Mánaðarlegur persónuafsláttur verður því kr. 42.205 í stað  kr. 34.034 sem hann var í fyrra.

Á móti kemur að skattaprósentan hækkar fer úr 35,72% árið 2008 upp í  37,2% í ár. Sú hækkun slær því á þann hag sem skattgreiðandi hafði af hækkun persónuafsláttarins.

Þeir sem lægstu launin haf munu þó njóta þessa að fá  fleiri krónur af sömu upphæð. Sem dæmi má taka 180.000 kr. brúttótekjur. Í fyrra 2008 fékk sá aðili 149.738 kr. útborgaðar eftir skatt en frá 1. jan. 2009 fengist kr. 155.245 útborgað af sömu upphæð það er 180.000 krónum. 

Bent skal á kaupmáttur fer dvínandi vegna mikillar verðbólgu svo þó krónurnar yrðu fleiri í vasann fæst nú mun minna fyrir heildaruppphæðina en í fyrra.

Ýtarlegri upplýsingar eru á heimasíðu Fjármálaráðuneytisins.