Skip to main content
Frétt

Halaleikhópurinn frumsýnir Sjöundá

By 3. febrúar 2010No Comments
á föstudag, 5. febrúar, kl. 20.00, í Halanum Hátúni 12, norður inngangur. Leikverk byggt á Svartfugli, Gunnars Gunnarssonar,

Um er að ræða nýja leikgerð eftir þau Ágústu Skúladóttur leikstjóra og Þorgeir Tryggvason í samvinnu við leikhópinn.

Verkið fjallar um eitt þekktasta sakamál Íslandssögunnar, morðin á Sjöundá og réttarhöldin yfir Bjarna Bjarnasyni og Steinunni Sveinsdóttur. Þeim var gefið að sök að hafa lagt á ráðin og banað mökum sínum.

Verkið er byggt á Svartfugli Gunnars Gunnarssonar. Tónlist og áhrifshljóð í verkinu eru samin af Einari Andréssyni og Einari Melax og er í lifandi flutningi spilað er á gömbu, steinaspil, ferðaharmoníum og borðhörpu.

SýningarHópmynd af leikurum Halaleikhópsins í Sjöundá

Frumsýning verður nk. föstudag 5. febrúar kl. 20.00, uppselt er á leiksýninguna. Önnur sýning verður sunnudaginn 7. febrúar kl. 17.00.

Þriðja sýning laugardaginn 13. febrúar kl. 20.00 

Fjórða sýning sunnudaginn 14. febrúar kl. 17.00

Fimmta sýning föstudaginn 19. febrúar kl. 20.00.

Nánar um sýningarplan og upplýsingar um verkið, leikstjóra, leikendur og fleira á heimasíðu félagsins www.halaleikhopurinn.is