Skip to main content
Frétt

Hálkueyðing og snjómokstur hjá Reykjavíkurborg

By 17. janúar 2012No Comments
Ábending  frá þjónustuveri Reykjavíkurborgar um sérstaka þjónustu til fatlaðs fólks.

Það fer ekki framhjá neinum sem þurfa að ferðast um Reykjavíkurborg þessa dagana að færðin er búin að vera og er mjög slæm. Reykjavíkurborg hvetur íbúa til þess að hafa samband við þjónustuver borgarinnar, en þar eru veittar upplýsingar og tekið við ábendingum varðandi snjómokstur og hálkueyðingu.  

Þeir sem þurfa á sérstakri þjónustu að halda t.d. vegna fötlunar eru hvattir til þess að láta starfsfólk þjónustuvers vita af aðstæðum sínum svo að hægt sé að veita þeim þá aðstoð sem þeir þurfa.

Símanúmerið hjá þjónustuveri er 411 11 11. Einnig má senda skilaboð til þjónustuvers á netfangið upplysingar@reykjavik.is

Nánar um snjómokstur og hálkueyðingu á upplýsingasíðu borgarinnar.