Skip to main content
Frétt

Halldór Sævar Guðbergsson kjörinn formaður ÖBÍ

By 14. febrúar 2008No Comments
Halldór Sævar Guðbergsson var kjörinn formaður Öryrkjabandalags Íslands á aukafundi milli aðalfunda ÖBÍ sem haldinn var síðdegis í dag.Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ

Halldór hefur verið formaður Blindrafélagsins frá 2005, einnig var hann formaður þess árin 1999-2001.

Halldór sem er fæddur 1971, er stúdent af félagsfræðibraut MH 1993 og lauk íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1995. Að námi loknu hefur hann m.a., unnið sem íþróttakennari, sundþjálfari hjá Íþróttfélagi fatlaðra, markaðsfulltrúi Blindrafélagsins og sinnt fullorðinsfræðslu fatlaðra.