Skip to main content
Frétt

Handbók um NPA á heimasíðu velferðarráðuneytisins

By 15. febrúar 2012No Comments

á ráðstefnu um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)  kynnti verkefnastjórn handbókina

Á ráðstefnu um NPA sem haldin var þann 10. febrúar siðastliðinn, kynnti Guðmundur Steingrímsson, formaður verkefnisstjórnar um NPA, handbók um notendastýðra persónulega aðstoð (NPA) sem verið hefur í smíðum. Handbókina má nú skoða á heimsíðu velferðarráðuneytisins. Þar geta áhugasamir glöggvað sig á stefnu verkefnisins.

Fram kom í máli Guðmundar, að þar sem ekki eru enn í gildi lög um NPA þjónust sveitarfélaga, væri um tilraunaverkefni til loka árs 2014 að ræða. Vinna er hafin að gerð leiðbeinandi reglur sveitarfélögum til stuðnings. Í samvinnu verkefnisstjórnar og sveitarfélaganna verður þjónustan mótuð með aðstoð handbókarinnar og gert ráð fyrir að lög um NPA taki gildi undir lok árs 2014.

Verkefnisstjórn NPA óskar eftir ábendingum frá notendum

Á ráðstefnunni var ítrekað minnt á frá hendi verkefnisstjórnar að mikilvægt væri að fá ábendingar frá notendum, félögum og stofnunum um hvaðeina er varðar framkvæmd notendastýrðrar þjónustu.

Sérstakt ábendingaform er inn á heimasíðu velferðarráðuneytisins sem hægt er að fylla út og senda verkefnisstjórninni.