Skip to main content
Frétt

Háskóli Íslands fyrstur íslenskra menntastofnana að hljóta 1. stigs vottun á sína heimasíðu um aðgengi fyrir fatlaða.

By 14. desember 2006No Comments
Háskólinn er fyrsta íslenska menntastofnunin sem hlýtur þessa vottun en ráð um málefni fatlaðra við Háskóla Íslands kom verkefninu á laggirnar haustið 2005. Vottunin er liður í framkvæmd stefnu Háskólans um að vefur Háskólans verði virkur upplýsingamiðill fyrir alla notendur.

Lagfæringar á vef vegna vottunar var í umsjón vefstjóra Háskólans og hugbúnaðarfyrirtækisins Lausnar, en fyrirtækið Sjá ehf. og Öryrkjabandalag Íslands veita vottunina. Meðal endurbóta er möguleiki á leturstækkun fyrir sjónskerta og breyttur bakgrunnslitur fyrir sjónskerta notendur, en þær stillingar henta sömuleiðis lesblindum notendum. Einnig er hægt að vafra um háskólavefinn án þess að nota mús, vefurinn hefur verið sniðinn að öllum helstu vöfrum og hann má skoða í skjálesara. Flýtileiðir standa til boða inni í meginmáli vefsins, allar myndir hafa skýringartexta og allar virknisíður (t.d. leit í símaskrá) hafa skýrar leiðbeiningar samkvæmt stöðlunum. Sjá nánar á hi.is