Skip to main content
Frétt

Hassið hennar mömmu

By 7. febrúar 2012No Comments
frumsýnt hjá Halaleikhópnum 10 febrúar nk., uppselt er nú þegar á þá sýningu.

Lúðvík, ungur maður, kemur heim til pabba síns og ömmu og sér að þar er ýmislegt undarlegt á seyði. Upphefst mikill misskilningur og flæktur flóki, eins og vera ber í heiðarlegum försum, þar sem allir kappkosta við að hylma yfir og ljúga sig út úr hinum undarlegustu aðstæðum. Sem er skiljanlegt þar sem um ýmis konar lögbrot er að ræða, og lögreglan er á staðnum!

Þessi leikgerð af farsa Dario Fo er unnin af Margréti Sverrisdóttur og Oddi Bjarna Þorkelssyni sem jafnframt leikstýra. Þau byggja hana á gömlu leikgerðinni, sem þýdd var af Stefáni Baldurssyni, en hafa tekið sér það leyfi að umskrifa senur, skipta um kyn á persónum og skrifa meira að segja inn eina til viðbótar. Allt í því augnamiði að hressa við gamalt verk. Leikritið var feikna vinsælt og gekk lengi hjá Leikfélagi Reykjavíkur á sínum tíma.

Sýningarplan Halaleikhópsins:

Frumsýning föstudaginn 10. feb.kl. 20.00  Uppselt.
2. sýning sunnudaginn 12. feb.kl. 17.00
3. sýning laugardaginn 18. feb. kl. 17:00
4. sýning sunnudaginn 19. feb. kl. 17:00
5. sýning laugardaginn 25. feb. kl. 17:00

Miðasala á midi@halaleikhopurinn.is og í síma 897-5007

Miðaverð er 1500 kr. og 1000 kr. fyrir börn 12 ára og yngri.
Hópafsláttur fyrir 10 manns eða fleiri 1200 kr. miðinn. Greitt fyrirfram.
Ef keypt er heil sýning sem er 50 sæti þá kostar sýningin 50.000 kr.

Miðasalan opnar í leikhúsi Halaleikhópsins, „Halanum“ Hátúni 12, 105 Rvk., klukkutíma fyrir hverja sýningu.