Skip to main content
Frétt

Hefur þú greitt sérstakt komu- og umsýslugjald?

By 17. febrúar 2012No Comments

við komu á stofu hjá sérfræðilækni

Öryrkjabandalagi Íslands hefur borist nokkuð af kvörtunum frá örorkulífeyrisþegum varðandi svokölluð komu- og umsýslugjöld sem innheimt eru hjá sumum sérfræðilæknum og ekki fást endurgreidd hjá Sjúkratryggingum Íslands. Enginn afsláttur fæst af þessu gjaldi þó að einstaklingur sé komin með afsláttarkort vegna mikils lækniskostnaðar.

Komu- og umsýslugjöldin virðast á bilinu 500 til 3.500 krónur við hverja heimsókn til sérfræðings og leggjast ofan á venjubundið gjald sem er innheimt. Þó eru dæmi um sérfræðilækna sem taka ekki slík gjöld.

ÖBÍ leitar nú upplýsinga um hve almennt þetta er og hvetur öryrkja til að hafa samband við skrifstofu ÖBÍ í síma 530 6700 eða um tölvupóstfangið obi(@)obi.is og láta vita ef þeir hafa orðir fyrir slíku. ÖBÍ kannar nú hvort lagalega heimild sé fyrir þessari gjaldtöku.