Skip to main content
Frétt

Heilbrigðisþjónusta og hnattvæðing

By 19. febrúar 2010No Comments
Mikilvægi aðgangs að heilbrigðisþjónustu, áhugaverð grein Ástríðar Stefándóttur, dósent, siðfræðings og læknis.

Ástríður Stefánsdóttir, dósent, siðfræðingur og læknir skrifar þarfa grein á heimsíðu TR í dálk þann sem kallaður er „Í sigtinu”.

Aðgangur að heilbrigðisþjónustu.

Ástríður fjallar þar um aðgang að heilbrigðisþjónustu og mikilvægi þessa að hvorki þjóðerni né geta einstaklingsins til að greiða fyrir heilbrigðisþjónustuna stýri því hvernig þessum gæðum sé dreift. Byggir hún efni sinna skrifa á skýrslum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um þessi mál. Skýrslurnar eru: “International Migration, Health & Human Rights” útgefin 2003 og “Human rights, Health and Poverty Reduction Strategies. útgefin 2005. Telur Ástríður efni beggja skýrslnanna eiga fullt erindi í umræðu um heilbrigðismál á Íslandi í dag.

Er sjálfsmynd læknastéttarinnar í hættu?

Lokaorð greinar hennar eru þessi: „ Við verðum að koma í veg fyrir að það myndist hér hópar, hvort sem er vegna þjóðernis eða efnahags, sem ekki njóta sömu gæða og aðrir. Það að láta slíkt viðgangast gefur því undir fótinn að við höfum ekki öll sama manngildi og grefur því undan mikilvægi mannréttinda. Það væri veikleiki á heilbrigðiskerfinu og í andstöðu við hugsjón og köllun þeirra sem þar starfa. Starfsaðstæður þar sem læknar falla í þá gryfju að þjóna sumum meira en öðrum og sumum ekki hafa áhrif á sjálfsmynd stéttarinnar og mun þegar fram líða stundir breyta sýn almennings á lækna og heilbrigðiskerfið.”

Grein Ástríðar Stefánsdóttur í heild. (opnast í nýjum glugga á heimasíðu TR)