Skip to main content
Frétt

Heildarsamkomulag um yfirfærslu þjónustu við fatlaða til sveitarfélaga undirritað

By 24. nóvember 2010No Comments

Í gær var undirritað heildarsamkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um yfirfærslu þjónustu við fatlaða frá ríkis til sveitarfélaga.


Greint er frá undirrituninni á heimasíðu Sambands Íslenskra sveitarfélaga og segir þar m.a. að markmiðið með yfirfærslunni sé eftirfarandi:

  • bæta þjónustu og auka möguleika til að laga hana að þörfum notenda með hliðsjón af ólíkum aðstæðum,
  • stuðla að samþættingu nærþjónustu við íbúa sveitarfélaga,
  • tryggja að eitt stjórnsýslustig beri ábyrgð á stærstum hluta almennrar félagsþjónustu,
  • bæta samhæfingu og draga úr skörun ábyrgðarsviða stjórnsýslustiga, tryggja góða nýtingu fjármuna,
  • styrkja sveitarstjórnarstigið,
  • einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Fréttin í heild á heimasíðu SÍS