Skip to main content
Frétt

Heimildarmynd um 50 ára sögu ÖBÍ

By 30. september 2011No Comments
 sýnd í sjónvarpinu á morgun 1. október kl.14.30

Vakin er athygli á sýningu heimildarmyndarinnar, Eitt samfélag fyrir alla – Öryrkjabandalag Íslands 50 ára, sem sýnd verður í sjónvarpi RÚV á morgun 1. október kl. 14.30.

Í myndinn er stiklað á stóru í baráttu ÖBÍ sl. 50 ár. Þar má heyra frásagnir fjölda einstaklinga sem lagt hafa baráttunni lið. Má þar nefna Ólöfu Ríkarðsdóttur, Helga Seljan, Önnu Ingvarsdóttur, Rannveigu Löve, Ásgerði Ingimarsdóttur, Garðar Sverrisson, auk fjölda annarra. Höfundur myndarinnar er Páll Kristinn Pálsson. 

Myndin verður endursýnd bráðlega að loknum fréttum sjónvarps kl.22.00.  Nánar um það þá.