Skip to main content
Frétt

Heimilistannlæknir fyrir öll börn

By 23. apríl 2013No Comments
Samningur á milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára.

Markmið samningsins sem undirritaður var í dag er að börn yngri en 18 ára fái nauðsynlega tannlæknaþjónustu óháð efnahag foreldra. Þá standa vonir til að samningurinn leiði til þess að tannheilsa barna á Íslandi verði eins og best gerist á Norðurlöndum.

Heimilistannlæknir fyrir öll börn

Framvegis munu öll börn hafa sinn eigin heimilistannlækni. Hlutverk heimilistannlæknis er meðal annars að boða börn í reglulegt eftirlit, sjá um forvarnir og aðrar nauðsynlegar tannlækningar þeirra. Sjúkratryggingar Íslands munu gera foreldrum kleift að skrá barn hjá ákveðnum heimilistannlækni á rafrænan hátt í Réttindagátt SÍ (www.sjukra.is).

Greiðslur

Tannlæknar munu senda reikninga sína beint til SÍ þannig að foreldrar munu einungis greiða gjald sem ákveðið verður með reglugerð.

Innleiðing kerfis

Tannlæknaþjónusta barna verður innleidd í eftirfarandi áföngum:

  • Þann 15. maí 2013 mun samningurinn taka til 15, 16 og 17 ára barna.
  • Þann 1. september 2013 bætast við 3, 12, 13 og 14 ára börn.
  • Þann 1. janúar 2014 bætast við 10 og 11 ára börn.
  • Þann 1. janúar 2015 bætast við 8 og 9 ára börn.
  • Þann 1. janúar 2016 bætast við 6 og 7 ára börn.
  • Þann 1. janúar 2017 bætast við 4 og 5 ára börn.
  • Þann 1. janúar 2018 tekur samningurinn til allra barna yngri en 18 ára.

Helsta ástæða þess að velja þessa leið er sú að vandinn er mestur í elstu aldursflokkunum. Mikilvægt er að öll ungmenni verði með góða tannheilsu við 18 ára aldur.

Samningurinn tekur einnig til barna í bráðavanda sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður þótt þau falli ekki undir ofangreind aldursmörk.

Tengill á fréttina í heild á heimasíðu Velferðarráðuneytisins