Skip to main content
Frétt

Heitið á hlaupara til styrktar aðildarfélögum ÖBÍ

By 20. ágúst 2008No Comments
Flest aðildarfélaga ÖBÍ eiga hlaupara sem heita má á í Reykjavíkurmarathoni Glitnis 23. ágúst nk.

Í Reykjavíkumarathoni Glitnis sem fram fer nk. laugardag 23. ágúst er fjöldi hlaupara sem hlaupa í þágu góðgerðarfélaga. Inn á heimasíðu marathonhlaupsins –  heita á hlaupara  – er hægt að skrá áheit. 

Flest aðildarfélaga ÖBÍ eiga hlaupara sem heita má á.  Takið þátt og styrkið góð málefni!

ADHD samtökin
Ás styrktarfélag
Blindrafélagið – samtök blindra og sjónskertra
FAAS-felag aðstandenda alzheimersjúklinga
Félag heyrnarlausra
Félag lesblindra
Félag nýrnasjúkra
Geðhjálp
Gigtarfélag Íslands
Heyrnarhjálp
LAUF-Landssamtök áhugafólks um flogaveiki
Málbjörg félag um stam
MND-félag Íslands
MS-félag Íslands
Parkinsonssamtökin á Íslandi
Samtök sykursjúkra
SEM-samtök endurhæfðra mænuskaddaðra
SÍBS-samband berkla- og brjóstholssjúkl (aðildarfélög þess HjartaHeill og Astma- og ofnæmisfélagið).
Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra
SPOEX-samtök psoriasis og exemsjúklinga
Stómasamtök Íslands
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
Umsjónarfélag einhverfra