Skip to main content
Frétt

Helstu hækkanir heilbrigðisþjónustu 1. janúar 2014

By 13. febrúar 2014No Comments

Komugjöld á dagvinnutíma hækka um 20%, vottorð um 6%, sjúkraflutningar um 5% og um 40 aðrir liðir hækka meira en 3,6%.

ÖBÍ hefur tekið saman lista yfir gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi 1. janúar 2014 og eru yfir þeirri 3,6% hækkun sem varð á bótum almannatrygginga í ársbyrjun 2014. Um er að ræða hlutdeild sjúkratryggðra skv. reglugerð nr. 1182/2013 í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, eins og það snýr að örorkulífeyrisþegum.

Á sama tíma er verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands 2,5%.

Ellen Calmon, formaður ÖBÍ fór á fund Kristjáns Júlíussonar, heilbrigðisráðherra, 29. janúar síðastliðinn þar sem farið var yfir þessi mál og óskað eftir að hækkanirnar yrðu dregnar til baka.

Listinn yfir hækkanir. 

ATH! listinn er uppsettur miðað við hækkun kostnaðar hjá örorkulífeyrisþegum.


Í lokaskýrslu Velferðarvaktarinnar er vitnað í könnun Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors, sem út kom í apríl 2013 en þar kemur fram að þeim, sem fresta því eða sleppa alfarið að fara til læknis, hefur fjölgað verulega frá því fyrir hrun. Íslendingar stefna frá því félagslega kerfi sem hér hefur verið. Hópar sem standa höllum fæti fresta frekar eða sleppa því að fara til læknis, 46% öryrkja, 39% lágtekjufólks (með 200.000krónur á mánuði eða minna) og 35% kvenna fresta því eða sleppa að fara til læknis. Gjöld fyrir heilbrigðisþjónustu hafi hækkað umtalsvert síðasta áratug. Í gögnum Rúnars Vilhjálmssonar kemur fram að árið 2000 hafi greiðsluþátttaka sjúklinga/ notenda verið 16,4% en 18,6% árið 2012.

Enn eykst hlutur notenda í greiðslu kostnaðar.