Skip to main content
Frétt

Héraðsdómur hafnaði frávísunarbeiðni TR og ríkissjóðs á fjárkröfu öryrkja.

By 25. október 2013No Comments

Mál stefnanda Dagrúnar Jónsdóttur verður því tekið til efnismeðferðar, sem er viss áfangasigur. Hún krefur ríkið meðal annars um 2.135.080 krónur í leiðréttingu greiðslna frá TR.

Mál Dagrúnar var höfðað í nóvember 2012, frávísunarbeiðni kom frá stefndu (íslenska ríkinu og Tryggingarstofnun ríkisins) og hefur Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðað í málinu í dag, 25. október  2013.
 

Í niðurstöðu segir meðal annars:

Í málinu er aðalkrafa stefnanda sett saman af fjórum liðum. Í fyrst lagi er gerð fjárkrafa þar sem þess er krafist að stefndu greiði sameiginlega 2.135.080 krónur með dráttarvöxtum. Í öðru lagi er krafist viðurkenningar á því að réttur stefnanda til bóta almannatrygginga árið 2012 skuli felast í mánaðarlegum greiðslum til stefnanda að fjárhæð 399.482 krónur. Í þriðja lagi er krafist viðurkenningar á því að stefndu hafi frá 30. maí 2007 verið óheimilt að ákvarða bætur stefnanda samkvæmt lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar, án þess að fara eftir 69. gr. þeirra laga sem segi að við ákvörðun bóta skuli taka mið af launaþróun sem hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Í fjórða og síðasta lagi krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að réttur stefnanda til bóta almannatrygginga skuli hækka árlega miðað við launaþróun, þó þannig að bætur hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.

Öryrkjabandalag Íslands og hrl. Daníel Isebarn Ágústsson hafa staðið að baki Dagrúnu við gerð þessa dómsmáls.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur.