Skip to main content
Frétt

Hjálpartækjamiðstöð SÍ í nýtt húsnæði -nýr vefur SÍ opnaður

By 10. febrúar 2010No Comments
Vínlandsleið 16, Grafarholti.

Hjálpartækjamiðstöð SÍ í nýt húsnæði að Vínlandsleið 16, í Grafarholti.Húsnæði Hálpartækjamiðstöðvar SI að Vínlandsleið 16

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra og Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður SÍ, opnuðu nýja húsið formlega. Með nýju húsnæði mun aðstaða Hjálpartækjamiðstöðvar batna mikið, til hagsbóta fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Á 20 ára tímabili hefur starfsemi Hjálpartækjamiðstöðvar aukist verulega en hlutverk hennar er að annast afgreiðslu umsókna um hjálpartæki, veita faglega ráðgjöf og tryggja hagkvæma notkun hjálpartækja.

Nýr vefur SÍ sjukra.is opnaður

Við sama tækifæri var opnaður nýr vefur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) www.sjukra.is tekin í notkun.  Um umfangsmikil upplýsingaveitu um sjúkratryggingar er að ræða, þar sem leita má upplýsinga um réttindi almennings. Vefsvæðið inniheldur einnig skref til aukinnar rafrænnar þjónustu við almenning en markmiðið er að rafræn gagnasamskipti og upplýsingagjöf við viðskiptavini stofnunarinnar (almenning og heilbrigðisstarfsfólk) aukist til muna næstu 2-3 árin.

Sjá ítarlegri frétt á vef SÍ (opnast í nýjum glugga)