Skip to main content
Frétt

Hjólastólasveitin

By 12. febrúar 2013No Comments

í Gaflaraleikhúsinu 13. febrúar kl. 20.30

HJÓLASTÓLASVEITIN í Gaflaraleikhúsinu

Miðvikudaginn 13. febrúar kl. 20.30. Þá mun uppistandsgengið Hjólastólasveitin ganga af göflunum í Gaflaraleikhúsinu.

Hjólastólasveitina skipa að þessu sinni:

Tourette-drottningin Elva Dögg Gunnarsdóttir, sem varð önnur í keppninni Fyndnasti maður Íslands 2012.

Fjallagarpurinn og „öryrkinn ósigrandi“ Leifur Leifsson, sem náði langt í sömu keppni 2011.

Gestauppistandari verður hinn óhemjulangi og Ljóti hálfviti Sævar Sigurgeirsson sem hefur aldrei verið fyndnasti neitt, en oft aðhlátursefni.

Kynnir kvöldsins er Ágústa Skúladóttir.

Húsið opnar kl. 20.00.

Miðaverð 2000 kr. Léttar veitingar seldar í anddyri.

Miðapantanir í síma 692-3630

Gaflaraleikhúsið, Strandgötu 50, Hafnarfirði.

Sjá nánar á heimasíðu Hjólastólasvietarinnar.