Skip to main content
Frétt

Hlutverk fjölmiðla og ábyrgð í virkri samfélagsþátttöku

By 14. mars 2014No Comments

Norræna velferðarmiðstöðin og Norræna ráðið halda málþing í Norræna húsinu, 26. mars kl. 9.00-12.00. Þar verður lögð áhersla á hlutverk fjölmiðla þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks. Þemað fyrir bæði fyrirlestra og pallborðsumræður snýst einkum um tvö málefni:

  • Hver er birtingarmynd fatlaðs fólks í fjölmiðlum og menningarlífi?
  • Hvert er hlutverk og hver er ábyrgð fjölmiðla á virkri samfélagsþátttöku fatlaðs fólks?

Málþingið fer fram á íslensku en verður einnig túlkað á skandinavísku. Þátttaka er ókeypis.


  • Norræna velferðarmiðstöðin hefur gefið út heftið „Fokus på Kultur, Media och Synlighet“ þar sem málefnið er rætt frá menningarpólitísku sjónarhorni. Meðal annars er dreginn upp samanburður á ríkisreknu fjölmiðlunum á Norðurlöndum með tilliti til þátttöku fatlaðs fólks.
  • Sjá upplýsingar um aðra fjölmiðlaviðburði Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar, nordicwelfare.org