Skip to main content
Frétt

Hrefna K.Óskarsdóttir fulltrúi ÖBÍ

By 18. febrúar 2011No Comments

Í samráðsnefnd velferðarráðuneytisins um málefni fatlaðs fólks

Fyrir skömmu tilnefndi ÖBÍ Hrefnu í ofangreinda nefnd. Guðbjartur Hannesson,Hrefna K. Óskarsdóttir
velferðarráðherra hefur nú skipað samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks til ársloka 2014.

Hlutverk samráðsnefndarinnar er að vera velferðarráðherra og sveitarfélögum til ráðgjafar um málefni fatlaðs fólks, hafa umsjón með framkvæmd á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk til sveitarfélaganna, gera tillögur um breytingar á tilhögun yfirfærslunnar eftir því sem ástæða er til, stýra endurmati yfirfærslunnar og fjalla um vafamál og álitaefni sem upp kunna að koma.

Fréttin í heild á heimasíðu ráðuneytisins.