Skip to main content
Frétt

Hugmynd að betra samfélagi kynnt

By 5. maí 2006No Comments
Fulltrúar frá 30 aðildarfélögum Öryrkjabandalags Íslands, Landssambandi eldri borgara, Landssamtökunum Þroskahjálp hafa að undanförnu unnið að tillögum um úrbætur á fimm meginsviðum velferðarríkisins: Almannatryggingum, atvinnuþátttöku, menntun og endurhæfingu, búsetu og samfélagsþátttöku, skipan og aðgengi að heilbrigðisþjónustu.

Niðurstöðurnar hafa nú verið settar saman í málefnaskrá sem ber heitið, Hugmynd að betra samfélagi, og voru kynntar á blaðamannafundi að Hótel Sögu í dag.

Meðal annars kemur fram í tillögunum, að lífeyriskerfið verði stórlega einfaldað og að lífeyriskerfi almannatrygginga verði tekið til heildarendurskoðunar.

Í máli Sigursteins Mássonar, formanns Öryrkjabandalagsins, kom fram að búið væri að kynna þær fyrir formönnum stjórnmálaflokkanna.

word-útgáfa af skýrslunni (97kb.).

pdf-útgáfa af skýrslunni (1 Mb.).