Skip to main content
Frétt

Hugmyndir kynntar um, Betri heilbrigðisþjónustu

By 18. mars 2014No Comments

Fulltrúar ÖBÍ sátu kynningarfund heilbrigðisráðuneytisins

Þann 11. mars síðastliðinn var fulltrúum sjúklinga- og aðstandendafélaga kynntar kerfisbreytingar og úrbætur sem unnið er að á sviði heilbrigðisþjónustu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og verkefnisstjórn um Betri heilbrigðisþjónustu stóðu fyrir fundi í Norræna húsinu

Verkefnin sem um ræðir eiga rætur í umfangsmikilli greiningarvinnu á styrkleikum og veikleikum íslenska heilbrigðiskerfisins sem unnin var á vegum velferðarráðuneytisins á árunum 2011-2012 með aðstoð erlends ráðgjafafyrirtækis og aðkomu hátt í 100 sérfræðinga sem starfa á ýmsum sviðum íslenska heilbrigðiskerfisins.

Verkefni sem falla undir Betri heilbrigðisþjónustu eru eftirtalin:

  • Þjónustustýring – innleiðing á landsvísu.
  • Sameining heilbrigðisstofnana.
  • Endurskoðun á greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustunni.
  • Sameiginleg símaráðgjöf fyrir heilbrigðisþjónustuna um allt land ásamt gagnvirkri vefsíðu.
  • Innleiðing á ávísun hreyfiseðla sem meðferðarform.
  • Samtengd rafræn sjúkraskrá.
  • Breyttar aðferðir við fjármögnun heilbrigðiskerfisins.