Skip to main content
Frétt

Hugrenningar að lokinni fundaröðinni, Verjum velferðina!

By 22. apríl 2009No Comments
Á síðasti fundi ÖBÍ og Landssamtakanna Þroskahjálpar í fundaröðinni Verjum velferðina!, þann 15. apríl síðastliðinn, svöruðu formenn stjórnmálaflokkanna eða forsvarsmenn þeirra í 5 mínútna framsögu hvernig þeirra flokkur ætlar að verja velferðina eftir kosningar. Þar á meðal var spurt um lífeyri sem hér verður skoðuð nánar af varaformanni og framkvæmdastjóra ÖBÍ.

Formönnum stjórnmálaflokkanna, stjórnmálamönnum og öðrum þeim sem fluttu framsögu eða sGuðmundur Magnússon, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ögmundur Jónasson í pallborðumræðu um Verjum velferðina!átu í pallborði í fundarröðinni er hér með þökkuð þeirra aðkoma. Einnig er fundargestum þakkað fyrir góða mætingu á fundina og fyrir allar þær ágætu spurningar sem þar voru fram lagðar.

Hljóðskrár af öllum fundum hafa verið birtar á heimasíðu ÖBÍ. Spurningar sem fulltrúum gafst ekki tími til að svara á fundinum voru sendar þeim fulltrúum sem þær beindust að og eru svör nú farin að berast og unnið að innsetningu á heimasíðu ÖBÍ. Hér á eftir fara nokkrar hugleiðingar undirritaðra um svör stjórnmálamannanna og hvað megi gera ráð fyrir að verði eftir kosningar.

Hækkun lífeyris?

Á fundinum þann 15. apríl síðastliðinn, var strax ljóst að afkoma var fundarmönnum efst í huga, með tilliti til þeirra skerðinga sem áttu sér stað um áramótin. Þegar aðeins þeir sem voru á strípuðumFundargestir á Verjum velferðina! bótum fengu þá tæpu tuttugu prósenta leiðréttingu sem lög sögðu til um. Aðrir lífeyrisþegar fengu aðeins hluta, þó enginn minna en 9,6%. Þegar spurt var hvort menn væru tilbúnir að hækka lífeyrinn samkvæmt lögum um næstu áramót, varð heldur fátt um svör. Þó bar öllum saman um að verja kjör „hinna verst settu“, sem allir virtust skilgreina sem þá sem hefðu aðeins bæturnar, en það er innan við 10% lífeyrisþega. Á sama tíma er ljóst að það nægir engan vegin til framfærslu.

Afkomutrygging var nefnd í þessu sambandi, eins og sett var um síðustu áramót. Hún á að tryggja þeim sem búa einir samtals 180 þúsund kr. á mánuði, en það þýðir aðeins 153 þúsund kr. eftir skatt! Þeir sem búa með öðrum fá aðeins 153,500 kr. eða 138,603 kr. eftir skatt!

Afkomutrygging verður að byggja á raunsæju mati sem ræðst af innkomu/tekjum og jafnframt af útgjöldum og þá er mikilvægt að takmarka kostnað við heilbrigðiskerfið með ákveðnu þaki, sem allir geta ráðið við. Það er mikilvægt að sjá þetta allt í samhengi við skerðingar, með víxlverkan greiðslna úr lífeyrissjóðum, launatekjur og skattkerfi.

Stjórnmálamenn eru hvattir til að stand vörð um velferðarkerfið. Höfum í huga að velferðarmál eru mál alls samfélagsins ekki bara öryrkja og fatlaðra. Þjónusta við fatlað fólk þolir þó ekki meiri niðurskurð heldur þarf að byggja hana betur upp.

Við viljum að lokum minna okkar fólk á skildu okkar allra að taka kosningarnar alvarlega og kjósa rétt.

Við stöndum fyrir réttlæti – Ekkert um okkur án okkar!

Guðmundur Magnússon, varaformaður ÖBÍ
Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ