Skip to main content
Frétt

Hungurverkfall og mikilvægi NPA

By 5. janúar 2012No Comments

Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) býðst ekki öllum þeim sem þess þyrftu. 

Þann 3. janúar sl. fjallaði Kastljós um hreyfihamlaðan mann, Albert Jenssen, sem nú um áramótinn fékk ekki lengur heimaþjónust/-hjúkrun nema mjög takmarkaða frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar í stað þeirrar einkaþjónustu sem hann hafði haft um nokkurt skeið. Hann var mjög ásáttur við að fá stöðugt nýtt fólk til að aðstoða sig með böðun,klósettferðir og aðrar persónulegar þarfi. Hann hafði því ákveðið að hefja hungurverkfall þann 4. janúar.

Í umfjöllun Kastljóss var einnig talað við Freyju Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra NPA miðstöðvarinnar og Guðjón Sigurðsson, formann MND-félagsins, um mikilvægi NPA og þau mannréttindi að geta sjálfur stýrt því hvenær þú færð aðstoð við persónlegar þarfir.

Kastljós fylgdi síðan málinu eftir þann 4. janúar og ræddi við Stellu Víðsdóttur hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Guðmund Steingrímsson, formann nefndar um NPA. Þar kom fram að mál Alberts væru komin í betri farveg og að hann fengi að nýju þá þjónustu sem hann hafði og var sáttur við, hann var því hættur hungurverkfalli sínu.