Skip to main content
Frétt

Húsaleigubætur hækka frá 1. apríl

By 12. apríl 2008No Comments
Húsaleigubætur hækka frá 1. apríl að telja. Félags- og tryggingamálaráðherra undirritaði reglugerð þar um 7. apríl síðastliðinn.

Grunnbætur húsaleigubóta hækka úr 8.000 krónum í 13.500 krónur.

Bætur vegna fyrsta barns hækka úr 7.000 í 14.000 krónur.

Bætur vegna annars barns hækka úr 6.000 krónum í 8.500 krónur.

Hámarkshúsaleigubætur verða 46.000 en voru 31.000 krónur.

Sveitarfélög hvött til að taka upp sérstakar húsaleigubætur

Sveitarfélög eru einnig hvött til að taka upp sérstakar húsaleigubætur og rýmka fyrir þeim. Hefur komist á samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga í fyrsta sinn um skiptingu kostnaðar vegna þessa. Hámarksgreiðsla almennra húsaleigubóta og sérstakra húsaleigubóta getur því orðið að 70.000 krónur í stað 50.000 króna fyrr.