Skip to main content
Frétt

Húsaleigubætur hækka og dregið úr skerðingu vegna tekna

By 20. desember 2012No Comments
Ríkisstjórnin samþykkti tillögu velferðarráðherra þar um

Miðað er við að innleiðing nýs húsnæðisbótakerfis fari fram í áföngum sem til að byrja með felst í því að minnka muninn á milli vaxtabóta og húsaleigubóta og bæta þannig stöðu leigjenda.

Breytingar árið 2013

  • Hækkun tekjuskerðingarmarka 1. janúar 2013. Húsaleigubætur byrja að óbreyttu að skerðast þegar árstekjur fara yfir 2,25 milljónir króna en með breytingunni hækka mörkin í 2,5 milljónir króna.
  • Skerðing húsaleigubóta vegna tekna lækkar úr 12% í 8% á ársgundvelli frá 1. janúar 2013.  Að óbreyttu skerðast húsaleigubætur í hverjum mánuði um 1% af árstekjum umfram 2,25 milljónir króna. Eftir breytinguna munu bæturnar skerðast um 0,67% af árstekjum umfram 2,5 milljónir króna.
  • Grunnupphæð húsaleigubóta hækkuð í áföngum. Þann 1. janúar næstkomandi hækkar grunnupphæð húsaleigubóta um 1.700 krónur á mánuði og aftur þann 1. júlí um 2.300 krónur.

Velferðarráðherra mun fyrir áramót setja reglugerð til breytinga á reglugerð um húsaleigubætur nr. 118/2003 sem kveður á um umræddar breytingar sem taka gildi á næsta ári.

Nánar í frétt Velferðarráðuneytisins