Skip to main content
Frétt

Hvað er í boði?

By 5. ágúst 2009No Comments
Upplýsingar um allt það sem er ókeypis og/eða mjög ódýrt á Íslandi í dag.

Nú hefur þriðja útgáfa af bæklingnum  Hvað er í boði? verið gefinn út.

Bæklingurinn er unninn af sjálfboðaliðum Rauða Krossins í samstarfi við SÍBS og Háskóla Íslands. Markmiðið er að safna saman á einn stað, upplýsingum um allt það sem er ókeypis og/eða mjög ódýrt á Íslandi í dag.  „Hvað er í boði?“ auðveldar fólki þannig að nýta þau tækifæri; fræðslu, ráðgjöf og afþreyingu, sem í boði er fyrir landsmenn í dag.

Bæklingurinn á prentvænu formi á vefsíðu Rauðakrosshússins (opnast í nýjum glugga)

Þeir sem vilja koma á framfæri upplýsingum um ódýr eða ókeypis tilboð eða uppfærslu á þeim tilboðum sem þegar eru í bæklingnum, eru beðnir að senda þær á netfangið raudakrosshusid@redcross.is