Skip to main content
Frétt

Hverjir senda ekki greiðslukvittanir til SÍ?

By 20. desember 2012No Comments

Örfáir læknar og heilbrigðisstofnanir senda ekki upplýsingar til Sjúkratrygginga Íslands heldur þarf fólkið sjálft að mæta með kvittanirnar til að fá afsláttarkort ef sá réttur hefur myndast.

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) fá nú að mestu sendar upplýsingar frá læknastöðvum, sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum um greiðslur einstaklinga. Ekki er þörf á að einstaklingar komi greiðslukvittunum til SÍ frá þeim aðilum sem senda slíkar upplýsingar um greiðslur og komugjöld til SÍ.

Þó eru enn örfáir sérgreinalæknar sem innheimta fullt gjald fyrir þjónustu og senda ekki upplýsingar um reikninga til SÍ sem og sjúkrastofnanir og heilsugæslustöðvar á nokkrum svæðum á landinu. Væntanlega munu þeir hefja sendingar til SÍ innan tíðar en fram til þess tíma þurfa einstkalingar að vera vakandi fyrir hvort endurgreiðsla skilar sér. Sjá frekari upplýsingar um afsláttarkort.

Listi yfir lækna og sjúkrastofnanir sem senda ekki reikninga fyrir heilbrigðisþjónustu til SÍ

Frá og með 1. janúar 2012 þurfa einstaklingar eingöngu að leggja inn kvittanir frá eftirtöldum aðilum:
Sérgreinalæknar:
  • Björn Már Ólafsson augnlæknir
  • Sjöfn Kristjánsdóttir lyf-meltingarlæknir
  • Benedikt Ó Sveinsson kvensjúkdómalæknir
Sjúkrastofnanir og heilsugæslustöðvar á eftirtöldum stöðum á landinu:
  • Sjúkrahús Akureyrar
  • Vesturlandi
  • Heilsugæslan á Reykjalundi
Einnig þarf að koma með kvittanir frá eftirtöldum aðilum:
  • Krabbameinsfélagi Íslands vegna sérstakra rannsókna
  • Heyrnar og talmeinastöðinni vegna viðtals við sérfræðing

Læknar og heilbrigðisstarfsmenn sem geta flett upp réttindastöðu einstaklinga

Í dag hafa læknar rafrænan aðgang að upplýsingum hjá SÍ sem segja til um réttindi einstaklinga þegar þeir greiða fyrir heilbrigðisþjónustu t.d. hvort einstaklingur sé sjúkratryggður eða eigi afsláttarkort. Allflestar heilbrigðisstofnanir og læknastöðvar nýta sér uppflettinguna sjá listar yfir þá sem það geta:

  • Heilbrigðisstofnanir
  • Læknastöðvar og sérgreinalæknar