Skip to main content
Frétt

Hversu margir fengu samning um NPA hjá Reykjavíkurborg?

By 27. maí 2013No Comments

Mikil óánægja er meðal fatlaðs fólks sem sótti um að taka þátt í tilraunaverkefni NPA en fengu ekki .

Í fyrra auglýsti Velferðarsvið Reykjavíkurborgar eftir þátttakendum í sérstakt þróunar- og tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) á þjónustusvæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar.

Í bréfi sem Öryrkjabandalag Ísland(ÖBÍ)  hefur nú sent til Reykjavíkurborgar fyrir hönd nokkurs hóps fatlaðs fólks, kemur meðal annars fram, að mikil óánægja er meðal fólks sem sótti um að taka þátt í tilraunaverkefni NPA en fengu ekki þrátt fyrir að uppfylla öll skilyrði fyrir þátttöku. Í framhaldið af því óskaði Öryrkjabandalag Íslands eftir að velferðarsvið Reykjavíkurborgar svaraði eftirfarandi spurningum:

  • Hversu margir sóttu um að taka þátt í tilraunaverkefninu?
  • Hversu margir þeirra töldust uppfylla skilyrði fyrir þátttöku í NPA verkefninu?
  • Hversu margir fengu samning um NPA?
  • ÖBÍ óskar eftir rökstuðningi frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar um hvers vegna að þeir sem uppfylltu skilyrðin til þátttöku fengu ekki NPA?
  • Í bréfi til umsækjanda sem uppfylltu skilyrðin fyrir þátttöku í verkefninu, en fengu neitun, kemur fram að umsókn þeirra gildi áfram. ÖBÍ óskar eftir nánari útskýringum á því hvað sé átt við með því að umsókn þeirra gildi áfram.
  • Hvaða úrræði sér velferðarsvið Reykjavíkurborgar fyrir sér að standi þeim til boða sem fengu neitun um þátttöku í verkefninu?
  • Einnig óskar ÖBÍ eftir því að fá upplýsingar um hvernig voru einstaklingar valdir í verkefnið og hverjir tóku þá ákvörðun?

Hér má skoða bréfið í heild