Skip to main content
Frétt

Hvert er hægt að leita?

By 20. október 2008No Comments
Yfirlit yfir hjálparsíma og upplýsingavefi fyrir þá sem eru í vanda á þessum erfiðu tímum í þjóðfélaginu.

Upplýsingavefur félags- og tryggingamálaráðuneytis. Fjöldi tengla inn á heimasíður með spurningum og svörum um t.d. atvinnumál, húsnæðismál, greiðsluerfiðleika, fjármál, fjölskyldumál o.fl.

1717 – hjálparsími Rauða krossins, gjaldfrjáls og opið allan sólarhringinn. Fyrir þá sem eru kvíðnir eða líður sérstaklega illa er mikilvægt að tala við einhverja, ekki sitja einir með vanda sinn.

Sálfræðiráðgjöfin í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg, sími 458 9999. Ráðgjöfin er opin frá 9.00-16.00 alla virka daga. Geðsvið Landspítala heldur utan um þessa sálfræðiráðgjöf fyrir einstaklinga sem glíma við mikinn kvíða, depurð, sektarkennd eða önnur álagseinkenni vegna þróunar fjármála á Íslandi.

Upplýsingamiðstöð, 800-1190 grænt númer, opið frá kl.8.00-22.00 alla virka daga. Upplýsingamiðstöð fyrir almenning, fyrirtæki og fjölmiðla og netspjall.

Íbúðalánasjóður – grænt númer 800-6969 opið 8-17 alla virka daga. Spurningar og svör og fleiri góðar upplýsingar á heimasíðu sjóðsins. Einnig boðið upp á netspjall.

Aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna breytinga á fjármála- og atvinnumarkaði.

Upplýsingarit ASÍ (atvinnumissir. atvinnuleysisbætur, og fleira) 

Aðstoð við Íslendinga erlendis vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði upplýsingar á heimasíðu utanríkisráðuneytisins.


*Ath. óvirkir tenglar í fréttinni voru aftengdir í nóvember 2019. Hægt er nálgast fréttina eins og hún birtist haustið 2018 á vefsafn.is