Skip to main content
Frétt

Innlagnargjöld á spítala felld niður

By 3. febrúar 2009No Comments
Innlagnargjöld á spítala sem sett voru á þann 1. janúar síðastliðinn af þáverandi heilbrigðisráðherra hafa verið felld niður.

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur fellt niður innlagnargjöld á spítala. Gjöldin hefðu gefið af sér um 60-70 milljónir á ársgrundvelli sem leyst verður með sparnaði á öðrum sviðum.  Fyrir lífeyrisþega og lágtekjufólk skiptir þessi niðurfelling verulegu máli.

Heilbrigðisráðherra vinnur nú að  endurmati á fyrirhuguðum breytingum vegna Sánkti Jósepsspítala og fleiri aðgerða sem í bígerð voru innan heilbrigðiskerfisins.