Skip to main content
Frétt

Ísland stefnir að fullgildingu sáttmála SÞ um réttindi fatlaðra

By 3. maí 2007No Comments
Í mannréttindastefnu utanríkisráðuneytisins sem kynnt var á Akureyri þann þrítugasta apríl sl. kemur fram að fullgilding Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra sé orðin opinber stefna stjórnvalda.

Stefnan er heildstæð og vel unnin og er gott yfirlit yfir þá alþjóðlegu samninga og sáttmála sem Ísland er aðili að og er varða mannréttindi. Við kynninguna kom fram sú gagnrýni að réttast hefði verið að semja heildstæða mannréttindastefnu fyrir Ísland áður en það var gert fyrir utanríkisþjónustuna en engu að síður er ljóst að mannréttindastefna utanríkisráðuneytisins er mikilvægt veganesti fyrir verkefnið innanlands. ÖBÍ fagnar þessum áfanga og því að fulltrúar Íslands á alþjóðavettvangi munu með hinni nýju stefnu leggja aukna áherslu á málefni fatlaðra og á mannréttindamál í víðu samhengi.

Tengill á skýrsluna Mannréttindi í íslenskri utanríkisstefnu