Skip to main content
Frétt

Jákvætt fyrsta skref en beðið er eftir meiru

By 28. maí 2013No Comments

Sagði Lilja Þorgeirsdóttir meðal annars í frétt RÚV um að leiðrétta eigi kjara- og réttindaskerðingar öryrkja.

Í kvöldfréttum RÚV á sunnudagskvöld var viðtal við Lilju Þorgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Öryrkjabandalags Íslands og Jónu Valgerði Kristjánsdóttur, formann Landssambands eldri borgara, vegna yfirlýsingar forsætisráðherra um að leiðrétta eigi þær kjara- og réttindaskerðingar sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009.

Lilja sagði ÖBÍ fagna útspili stjórnvalda, þetta væri jákvætt fyrsta skref en beðið væri eftir meiru. Hún sagði Öryrkjabandalagið treysta því að leiðréttingarnar yrðu gerðar afturvirkt eins og lofað var í aðdraganda kosninganna. Jóna sagðist gera ráð fyrir að skerðingarnar yrðu að fullu dregnar til baka en ekki aðeins að hluta til eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum.

Tengill á frétt RÚV í heild